Fréttir

Möggumót 2013
Fimleikar | 6. nóvember 2013

Möggumót 2013

Sú skemmtilega hefð hefur skapast að halda Möggumót að hausti. Möggumótið er haldið til heiðurs Margréti Einarsdóttur, sem stofandi Fimleikafélag Keflavíkur árið 1985. Að þessu sinni voru keppendur 170 frá Fimleikadeild Keflavíkur, Ármanni, Björk, Fylki og Gerplu. Aðalmarkmið mótsins er að fimleikaiðkendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni fái að njóta sín og því markmiði var svo sannarlega náð. Einnig er mjög mikilvægt í okkar augum að iðkendur, þjálfarar og foreldrar fari frá okkur með bros á vör og við getum verið stolt af því, að allir sem við höfum heyrt í eftir mótið voru mjög ánægðir. Aðalstyrktaraðili mótsins er Nettó og erum við þeim innilega þakklát fyrir stuðninginn.