Fréttir

Fimleikar | 30. október 2008

Möggumót 2008

Næstkomandi Laugardag fer Möggumótið okkar fram.  Von er á u.þ.b. 120 stúlkum frá 4 félögum, Ármanni, Björk og Stjörnunni, ásamt heimastúlkum úr Keflavík.  Keppt verður í 6.þrepi í fyrri hluta mótsins en 5.þrepi í síðari hluta.  Mótið er haldið til heiðurs Margréti Einarsdóttur stofnanda fimleikadeildar Keflavíkur.

 

Frítt er inná mótið og viljum við hvetja alla til að fjölmenna og fylgjast með skemmtilegu móti.  Í fyrra var fjöldi áhorfenda og mikil stemming.

 

Hópar sem taka þátt í mótinu fyrir hönd Keflavíkur í ár eru Hvítur hópur, Sægrænn hópur, 5.þrep yngri og 5.þrep eldri.

 

Við erum búnar að vera að dreifa miðum í salnum síðustu daga en hér á eftir fylgir nánari tímasetning

 

Keppendur í 6.þrepi:  - Liðakeppni

Mæting 09:00 – Upphitun

Innmars 10:00 og keppni hefst

Keppni lýkur um 11:45 – verðlaunaafhending í kjölfarið og móti slitið.

 

Stúlkur í hópunum 5.þrep Yngri og 5.þrep Eldri eru búnar að vera að vinna af mikilli elju í 5.þreps æfingunum sínum og jafnt og þétt ná tökum á þeim.  Núna á næstu mánuðum eru nokkur mót framundan og þær sem treysta sér til hverju sinni, færast yfir í 5.þrepið.  Stúlkurnar í þessum 2 hópum sem eru að æfa 5.þrep en keppa í 6.þrepi á Möggumóti  eru beðnar að vera áfram með okkur þar til seinni hluta mótsins líkur og taka þátt í skemmtilegum degi með okkur.  Ef einhverjar komast ekki í seinni hlutann endilega látið vita.

 

Keppendur í 5.þrepi:

Mæting 11:45 – Upphitun

Innmars og keppni hefst 12:30

keppni lýkur um 14:45, í kjölfarið ætlum við í leiki saman og eiga skemmtilega stund með fimleikagestunum okkar úr bænum.

 

Stúlkurnar eru beðnar að mæta tímanlega, tilbúnar á félagsbolnum sínum, með hárið vel greitt frá andlitinu og enga hangandi skartgripi.

 

Vinsamlega boðið forföll til viðkomandi þjálfara.