Fréttir

Fimleikar | 5. nóvember 2005

Möggumót

Fimleikadeild Keflavíkur mun halda Möggumót föstudaginn 11. nóvember og laugardaginn 12 nóvember.  Mótið heitir Möggumót í höfðið á Margréti Einarsdóttur stofnanda deildarinnar.  Mótið er haldið til að þjálfa iðkendur í að taka þátt í keppni og öðlast keppnisreynslu.  Á föstudaginn er keppt í 6 þrepi sem er undirbúiningsþrep fyrir keppni á mótum FSÍ.  Mótið byrjar kl. 17.00 og eru áætluð mótslok kl. 19.00.  Á laugardaginn er æfingamót fyrir yngstu stúlkurnar í deildinni.  Þetta er ekki hefðbundinn keppni heldur er þetta meira í líkingu við sýningu.  Mótið byrjar kl. 12.00 og eru áætluð mótslok kl. 14.00.  Fjölskyldur og vinir þáttakenda eru hvattir til að mæta og fylgjast með þessum duglegu stelpum.