Fimleikar | 11. nóvember 2004
Möggumót
Föstudaginn 12. nóvember mun Fimleikadeild Keflavíkur halda lítið mót. Mótið heitir Möggumót í höfðið á Margréti Einarsdóttur stofnanda deildarinnar. Þetta er keppni í 6. þrepi sem er undirbúningsþrep fyrir keppni á mótum FSÍ. Mótið er haldið til að þjálfa iðkendur í að taka þátt í keppni og einnig til að meta stöðu iðkenda. Mótið er haldið í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í B-sal og hefst það kl. 16.30 og er áætlað að því sé lokið um kl. 18.30. Fjölskyldur og vinir þáttakenda eru hvattir til að mæta og fylgjast með þessum duglegu stelpum.