Möggumót
Næsta laugardag, 10. nóvember ætlar Fimleikadeild Keflavíkur að halda boðsmót. Mótið kallast Möggumót og er haldið til heiðurs stofnanda deildarinnar. Fimleikadeildin hefur ekki haldið þetta mót síðan flutt var í nýtt húsnæði og erum við því spennt að endurvekja þessa hefð. Þau lið sem munu koma á mótið eru Gerpla, Björk, Ármann, Stjarnan, Grótta og Fjölnir. Keppt verður í 6. þrepi, 5. þrepi létt og 5. þrepi eldri og yngri. Keppt verður í þrem hlutum.
Í fyrsta hluta eiga keppendur að vera tilbúnir í upphitun kl 8:00 og innmars hefst 8:30. Áætluð mótslok eru 10:25. Í þessum hluta keppa iðkendur í 6. þrepi. Iðkendur á aldrinum 7-8 ára. Þeir hópar sem keppa fyrir hönd Keflavíkur eru G7-1, K2 og G8.
Í öðrum hluta eiga keppendur að vera tilbúnir í upphitun kl 10:40 og innmars hefst 11:10. Áætluð mótslok eru 13:20. Í þessum hluta keppa iðkendur í 6. þrepi og 5. þrepi létt. Þeir hópar sem keppa fyrir hönd Keflavíkur eru G9 og K1.
Í þriðja hluta eiga keppendur að vera tilbúnir í upphitun kl 14:00 og innmars hefst 14:30. Áætluð mótslok eru 18:30. Í þessum hluta keppa iðkendur í 5. þrepi. Hópurinn sem keppir fyrir hönd Keflavíkur er K1.