Fréttir

Mínervumót
Fimleikar | 2. maí 2013

Mínervumót

 

Helgina 19.-21. apríl var stór helgi hjá Fimleikadeild Keflavíkur.  Hópar úr áhaldafimleikum kepptu á föstudegi og laugardegi  á Mínervumóti í Björk.

 Á föstudeginum var keppt í 3. og 4. þrepi. Á laugardeginum var keppt í 5. þrepi, 5. þrepi létt og 6. þrepi.  

Á föstudeginum kepptu 6 stelpur í 3. þrepi og 5 stelpur í 4. þrepi. Stelpurnar stóðu sig mjög vel og sópuðu að sér verðlaunum.

Úrslit í 3.þrepi voru þessi:

Í flokknum 10 ára og yngri var Laufey Ingadóttir í 3. sæti á tvíslá og 3. sæti samanlagt.

í flokknum  11-12 ára var Eva María Davíðsdóttir í 2. sæti á slá , Hanna María Sigurðardóttir í 1 sæti á tvíslá, 2. sæti á gólfi og 2. sæti samanlagt.

Í flokknum 13 ára og eldri, flokkur I var Heiðrún Birta Sveinsdóttir í 3. sæti á stökki, 2. sæti á tvíslá, 1. sæti á slá og 1. sæti samanlagt.

Í flokknum 13 ára og eldri, flokkur II var Huldís Edda Annelsdóttir í 2. sæti á tvíslá, 1. sæti á slá og 3. sæti á gólfi.

Úrslit í 4. Þrepi voru þessi:

Í flokknum 10 ára og eldri, flokkur I var Lovísa Andrésdóttir í 3. sæti á slá, 2. sæti á gólfi og 2. sæti samanlagt.  Elísabet María Kristinsdóttir var í 2. sæti á stökki.

Í flokknum 11-12 ára var Þórunn María Garðarsdóttir í 3. sæti á slá og Thelma Rún Eðvaldsdóttir í 2. sæti á stökki.

Úrslit má nálgast á síðu Bjarkanna, fbjork.is.

Á laugardeginum kepptu tvö lið í 6. þrepi, eitt lið í 5. þrepi létt og eitt lið í 5. þrepi. Þeim gekk líka mjög vel. Eldra 6. þreps liðið, 10-11 ára var í fyrsta sæti með 293,2 stig.  Yngra liðið,  var í 2. sæti með 303,2 stig. Liðið í 5. þrepi  létt var í 4. sæti með 196 stig og 5. þreps liðið var í fyrsta sæti með 213,7 stig.

Við viljum óska iðkendum og þjálfurum innilega til hamingju með árangurinn.

 

   

Stúlkur sem kepptu í 3. og 4. þrepi

5. þreps liðið ásamt Heiðrúnu Rós þjálfara.  

 

 

Yngra 6. þreps liðið ásamt sínum þjálfurum, Kolbrúnu og Vilhjálmi.