Fréttir

Fimleikar | 18. maí 2005

Lokahóf yngstu barna

Lokahóf yngstu barnanna sem æfa hjá Fimleikadeild Keflavíkur var haldið laugardaginn 30. apríl en þetta eru börn á aldrinum 3-4 ára.  Hófið var haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut i B-sal.  Það var voða fjör, leikið sér á loftdýnu, farið í þrautabraut og ýmsa leiki.  Síðan var öllum börnunum gefin bolti og sápukúlur í boði Sparisjóðsins í Keflavík og þökkum við kærlega fyrir okkur.  Í lokin fengu allir svala og prins pólo.  Fimleikadeild Keflavíkur þakkar ykkur kærlega fyrir veturinn og vonandi hittumst við hress næsta haust.