Fréttir

Fimleikar | 26. maí 2004

Lokahóf

Lokahóf fimleikadeildar Keflavíkur var haldið 19 maí síðastliðin í Myllubakkaskóla.  Rúmlega 100 börn mættu og skemmtu sér með þjálfurunum í ása og kústadansi, limbókeppni og fleiri leikjum.  Í lokin svöluðu börnin sér á Hi-C og borðuðu popp.  Ánægjulegir endir á góðum vetri.  Fimleikadeild Keflavíkur vill þakka þjálfurum og börnum fyrir samstarfið í vetur og hittumst hress eftir sumarið.