Fréttir

Krakkafimleikar fyrir börn með sérþarfir
Fimleikar | 6. mars 2020

Krakkafimleikar fyrir börn með sérþarfir

Búið er að opna fyrir skráningu í krakkafimleika fyrir börn með sérþarfir á aldrinum 4-9 ára á https://keflavik.felog.is/

Þetta er 7 tíma námskeið sem verður á laugardögum kl 14:00-15:00. Fyrsti tíminn verður á morgun laugardaginn 7 mars til og með 25 apríl að undanskildum 11 apríl. 

Linda Hlín Heiðarsdóttir sér um tímana.

Hugsunin er að þau börn sem eiga erfiðar með að vera í stórum hóp og þurfa annað fyrirkomulag en krakkafimleikar hafa hingað til verið settir upp, fái tíma í salnum til að þjálfa upp gróf og fínhreyfingar, skynjanir, styrkja sig, njóta sín og fl.

Foreldrar taka fullan þátt í tímanum 

íþróttakveðja Fimleikadeild Keflavíkur