Keflavík bikarmeistarar í 1. þrepi kvenna.
Nú um helgina voru stúlkur frá fimleikadeild Keflavíkur að tryggja sér bikarmeistartitilinn í 1. þrepi kvenna í áhaldafimleikum en mótið var haldið í húsnæði fimleikafélags Bjarkar í Hafnarfirði.
Þetta er annar bikarmeistaratitill félagsins á jafnmörgum helgum og sá annar í sögunni, en drengjalið Keflavíkur vann bikarinn í 5. þrepi um síðustu helgi.
Stúlkurnar í 1. þrepi höfðu mikla yfirburði yfir andstæðinga sína á þessu móti og luku keppni með 165,703 stig, tæpum 11 stigum á undan liði Bjarkar sem hafnaði í 2. sæti. Í þriðja sæti var lið Ármanns með 149,837 stig.
Lið Keflavíkur er skipað þeim Alísu Rún Andrésdóttur, Hönnu Maríu Sigurðardóttur, Kötlu Björk Ketilsdóttur, Kolbrúnu Júlíu Newman og Laufeyju Ingadótur. Þjálfarar þeirra eru hjónin Dmitry Voronin og Natalia Voronina en þau hafa verið aðalþjálfarar liðsins í tæp 2 ár.
Laufey Ingadóttir endaði stigahæst allra keppenda í 1. þrepi og þá fylgdi Katla Björk henni fast á hæla í 2. sæti. Allar fimm Keflvíkurmeyjarnar röðuðu sér á meðal 8 efstu keppenda í mótinu sem er einkar glæsilegur árangur og ljóst að yfirburðir liðsins eru miklir.
Það er því óhætt að segja að mikil gróska ríki hjá fimleikadeild Keflavíkur þessa dagana og uppskera þrotlausra æfinga sé að skila sér í hús.
Við óskum stúlkunum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
Öll úrslit má finna hér:http: http://score.sporteventsystems.se/Webresult.aspx?id=169