Fréttir

Fimleikar | 17. desember 2008

Jólasýning

Jólasýning fimleikadeildar Keflavíkur var sýnd tvisvar fyrir fullu húsi síðastliðinn sunnudag.  Allir iðkendur deildarinnar taka þátt í sýningunni nema yngstu börnin í krakkahópum.  Sýningin í ár fjallar um heimsreisu Stúfs og santa Klás en sýningin samanstendur af 21 atriði sem segja frá hinum ýmsum löndum sem þeir félagar heimsækja og skoða mismunandi jólsiði.  Systurnar Hildur María og Bryndís Jóna Magnúsdætur eru höfundar jólasýningarinnar í ár en þjálfarar deildarinnar og fjölmargir aðrar leggja hönd á plóg til að gera sýninguna sem glæsilegasta.  Að baki hverrar jólasýningar liggur mikil vinna á mjög stuttum tíma.  Iðkendur, þjálfarar og ekki síst foreldrar eiga hrós skilið fyrir dugnað og þolinmæði.  Fimleikadeild Keflavíkur vill þakka öllum þeim sem komu á sýninguna með von um að þeir hafi skemmt sér vel.

Fimleikadeildin vill þakka eftirfarandi fyrirtækum fyrir stuðninginn:  Sparisjóðurinn í Keflavík, Samkaup, Norðurál, Lífsstíll og Sigurjónsbakarí.

  

Myndir frá Víkurfréttum.