Jólasýning
Ný styttist óðum í að hin árlega jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur verði haldin. Sýningin hefur notið síaukinna vinsælda og undanfarin ár hafa færri komist að en viljað. Í ár verður því breytt út af vananum og hafðar tvær sýningar þann 14. desember, sú fyrri kl. 13.00 og sú seinni kl. 15.00. Stjórn deildarinnar og þjálfarar vona að með þessu fyrirkomulagi geti allir áhugasamir notið sýningarinnar með ásættanlegu olnbogarými.
Miðar á sýninguna verða seldir laugardaginn 13. desember frá kl. 12.00-14.00. Miðinn kostar kr. 1.000 og kr. 500 fyrir börn yngri en 14 ára. Börn sem koma með fullorðnum þurfa ekki að greiða inn á sýninguna. Vegna framkvæmda við íþróttahúsið við Sunnubraut er aðgengi ekki eins og best er á kosið og bílastæðum hefur fækkað. Viljum við því minna á bílastæðin hjá fjölbraut sem eru fyrir aftan íþróttahúsið og á bílastæðin við sundmiðstöðina.
Iðkendur og foreldrar. Athugið að samæfing fyrir lokaatriðið er laugardaginn 6. desember kl. 12.00-13.00 og miðvikudaginn 10. desember frá kl. 18.00-19.00. Mikilvægt að allir mæti. 5 ára börn taka ekki þátt í lokaatriðinu.
Genaralprufa verður laugardaginn 13. desember kl. 12.00-14.00. Það er skyldumæting fyrir alla iðkendur.