Fréttir

Fimleikar | 11. desember 2007

Jólasýning

Jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur var haldin 8. desember síðastliðinn, en höfundur hennar í ár er Hildur María Magnúsdóttir.  María Óladóttir og Jane Petra Gunnarsdóttir voru umsjónarmenn upphafs og lokaatriðis.  En eins og alltaf hafa iðkendur, þjálfarar og stjórn lagt mikinn metnað í að gera sýninguna sem glæsilegasta.  Þema sýningarinnar í ár voru jólasveinarnir 13 og voru sagðar skemmtilegar sögur af þeim á milli dans og áhaldaatriða.  Sögumaður sýningarinnar var Davíð Óskarsson.  Eftir sýninguna var gestum boðið upp á veitingar í B-sal.  Skyrgámur jólasveinn mætti í kaffið og gladdi börnin.  Styrktaraðilum sýningarinnar er þakkað fyrir góðan stuðning en þeir eru Samkaup, Sigurjónsbakarí, Nýja Bakarí og BYKO.  Sérstakar þakkir fær þó Grétar Ólason fyrir lán á jólaskrauti.