Jólasýning
Jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur var haldin 9. desember síðastliðinn, en höfundar hennar í ár eru þær systur Bryndís Jóna og Hildur María Magnúsdætur. En eins og alltaf hafa iðkendur, þjálfarar og stjórn lagt mikinn metnað í að gera sýninguna sem glæsilegasta. Jólasýnginin í ár var í söguformi og var sagan sögð frá sjónarhorni 7 ára drengs sem finnst jólin vera að týnast í stressi fjölskyldumeðlima. En sögumaður var engin annar en Þorvarldur Davíð sem meðal annars hefur gert garðinn frægum í sýningunni Footloose. Eftir sýninguna var síðan gestum boðið í kaffi og kökur. Aldrei hafa svo margir verið á jólasýningu deildarinnar en áætlað er að um 1200 manns hafi verið á sýningunni. Styrkaraðilum sýningarinnar er þakkað fyrir góðan stuðning en þeir eru Samkaup, Sigurjónsbakarí, Nýja bakarí og BYKO. Víkurfréttir komu og tóku myndir af sýningunni og er hægt að sjá þær á ljósmyndavef vf.is.
Mynd frá vf.is