Jóla og afmælissýning
Jóla og afmælissýning Fimleikadeildar Keflavíkur var haldin laugardaginn 10. desember í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Búið var að gera salinn glæsilegan með fallegum skreytingum og jólaljósum. Iðkendur deildarinnar frá 5 – 15 ára tóku þátt í sýningunni og sýndu frábær tilþrif í hinum ýmsu ævintýrabúningum. Gaman var að sjá gesti sýningarinnar, en það voru eldri borgarar hér í bæ, sem dönsuðu við mikla hrifningu. Ekki má gleyma Línu langsokk sem vakti mikla kátínu með sínu yndislega sprelli.
Í lok sýningarinnar sagði Ella Magga formaður nokkur orð um starf deildarinnar sem varð 20 ára í haust. Fimleikadeildin fékk gjafir frá: Aðalstjórn Keflavíkur íþrótta og ungmennafélags, Samkaupum, Sparisjóðnum og Reykjanesbæ. Árni Sigfússon bæjarstóri gladdi stúlkurnar mjög, þegar hann tilkynnti að starfsfólk íþróttahússins ætlaði að sjá um burð á áhöldum fyrir og eftir æfingar. Mikil pressa hefur verið undanfarið að fá B – salinn sem fimleikasal því mikill tími og orka fer á hverjum degi í það að koma áhöldum fyrir.
Þegar formlegri dagskrá var lokið var öllum boðið í glæsilegt afmælis- og jólakaffi.
Sýningin tókst mjög vel og er greinilegt að margar efnilegar fimleikastúlkur eru hér í Reykjanesbæ.
Mynd frá vf.is
Mynd frá vf.is
Mynd frá vf.is
Mynd frá vf.is
Mynd frá vf.is
Mynd frá vf.is
Mynd frá vf.is