Fréttir

Fimleikar | 28. febrúar 2011

Íslandsmót í þrepum

Laugardaginn 5. mars verður haldið Íslandsmót í þrepum, í fimleikasal Bjarkanna, Hafnarfirði.  Til þess að komast á mótið þarftu að vera ein af 12 efstu í 3. þrepi, ein af 14 efstu í 4. þrepi og ein af 16 efstu í 5. þrepi.  Að sjálfsögðu á Fimleikadeild Keflavíkur keppendur á mótinu.  Í 3. þrepi keppa Rakel Halldórsdóttir, Helena Rós Gunnarsdóttir og Lilja Björk Ólafsdóttir.   Í 4. þrepi keppa Elma Rósný Arnarsdóttir og Ingunn Eva Júlíusdóttir.  Við óskum þeim til hamingju með að hafa náð þessum árangri, að komast inn á mótið.  Einnig óskum við þeim góðs gengis.

Við hvetjum fimleikaáhugafólk að mæta á svæðið, við munum setja inn upplýsingar um tímasetningu þegar nær dregur.

Áfram Keflavík