Íslandsmót í þrepum
Íslandsmót í þrepum fer fram laugardaginn 28. mars. Mótið er í laugardalnum í Ármannsheimilinu.
Á Íslandsmótinu í þrepum keppa einungis þeir einstaklingar sem hafa hlotið hæstu einkunn samanlagt í hverju þrepi á FSÍ mótum vetrarins. Keppt er til úrslita í fjölþraut, þ.e. öll áhöld samanlagt og krýndur Íslandsmeistari í hverju þrepi, karla og kvenna. Fimleikadeild Keflavíkur er með tvo keppendur á Íslandsmóti í ár. Rakel Halldórsdóttir og Helena Rós Gunnarsdóttir keppa í 4 þrepi en einungis 16 stigahæstu keppendur vetrarins í 4. þrepi komast á Íslandsmót. Þær hefja keppni kl. 10.00 og eru áætluð mótslok kl. 12.00. Fimleikadeildin hvetur alla til að fara, sjá flotta fimleika og hvetja þessar duglegu stelpur.