Íslandsmót í þrepum
Um helgina fór fram íslandsmót í þrepum. Mótið er Íslandsmeistaramót í skylduæfingum íslenska fimleikastigans. Við áttum fulltrúa á mótinu í keppni í 5. Þrepi en 16 efstu stúlkurnar á mótum vetrarins áttu keppnisrétt á Íslandsmeistaramótinu. Þess má geta að keppendur á FSÍ mótum í vetur voru um 130.
Ingibjörg Þóra Þórarinsdóttir tók þátt fyrir okkar hönd og stóð sig afar vel. Hún lauk keppni með 52,21 stig samtals.
Ingibjörg, til hamingju með glæsilega árangur og stúlkur úr A1-A2 gaman að sjá ykkur hressar og kátar á áhorfendapöllunum.