Íslandsmót í þrepum
Fimleikadeild Keflavíkur átti 20 krakka sem komust inn á Íslandsmót þetta árið. En til þess að komast inn á Íslandsmót þurfa krakkarnir að ná ákveðnum stigafjölda í þrepinu sínu það keppnisárið.
Þetta er ótrúlegur fjöldi keppenda og sýnir dugnaðinn í deildinni okkar. Íslandsmótið er lokakeppnin á tímabilinu og er mjög skemmtilegt mót.
Við eignuðumst nokkra Íslandsmeistara en það eru þau :
Lovísa Björk Davíðsdóttir keppti í 4.þrepi 12 ára og varð Íslandsmeistari á stökki.
Katrín Holm Gísladóttir keppti í 4.þrepi 10 ára og yngri og varð Íslandsmeistari á gólfi.
Atli Viktor Björnsson keppti í 3.þrepi og varð Íslandsmeistari í hringjum.
Svandís Huld Bjarnadóttir lenti í 6.sæti í fjölþraut í 5.þrepi
Íris Sævarsdóttir lenti í 10þ sæti í fjölþraut í 5,þrepi
Svanhldur Reykdal Kristjánsdóttir lenti í 5.sæti í 2.þrepi í fjölþraut
Lovísa Björk Davíðsdóttir lenti í 4.sæti í fjölþraut í 4.þrepi
Snorri Rafn William Davíðsson lenti í 2.sæti í fjölþraut í 5,þrepi
Við óskum keppendum innilega til hamingju með frábæran árangur