Fréttir

Íslandsmót í stökkfimi 2013
Fimleikar | 25. nóvember 2013

Íslandsmót í stökkfimi 2013

Íslandsmótið í stökkfimi fór fram helgina 23-24.nóvember í íþróttahúsinu Dalhúsum, í umsjón fimleikadeildar Fjölnis. Yfir 320 keppendur frá 14 félögum mættu til leiks, en keppt var í 4 mótshlutum. Keppninni var skipt í stúlkna og drengjaflokka þar sem keppendum var síðan skipt upp í A og B hópa eftir getustigi. Þetta er fyrsta mótið í stökkfimi, en keppnisreglum í almennum fimleikum var breytt í haust um leið og nafninu á mótinu var breytt. Íslandsmeistaratitlar eru veittir keppendum í fjölþraut í A-flokkum.

Iðkendur frá fimleikadeild Keflavíkur stóðu sig með stakri prýði og unnu til margra verðlauna.

Í flokki 11 -12 ára A

Elísabet Ýr Hanssdóttir hafnaði í 2. sæti á dýnu. Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir hafnaði í 2.sæti á trampólíni og í 2. sæti í samanlögðum stigum.

Í flokki 14. ára A

Brynja Ósk Gunnlaugsdóttir hafnaði í 3. sæti á trampólíni. Heiðrún Birta Sveinsdóttir hafnaði í 2. sæti á dýnu, 2.sæti á trampólíni og í 2.sæti í samanlögðum stigum.

Í flokki 14. ára B

Lára Rut Björgvinsdóttir hafnaði í 2.sæti á dýnu.

Í flokki 15 -16 ára A

Elva Lísa Sveinsdóttir hafnaði í 3.sæti á trampólíni. Bryndis Björk Sveinbjörnsdóttir hafnaði í 2.sæti á dýnu, 2.sæti á trampólíni og 2.sæti í samanlögðum stigum. Eydís Ingadóttir hafnaði í 1. sæti á dýnu, 1. sæti á trampólíni og 1.sæti í samalögðum stigum og varð hún Íslandsmeistari í sínum flokki.