Fréttir

Fimleikar | 12. mars 2008

Íslandsmót í hópfimleikum

Íslandsmót í hópfimleikum fór fram 8. mars síðastliðin. Í fyrsta skiptið áttum við hjá Fimleikadeild Keflavikur keppendur á öllum áhöldum. Á Íslandsmót komast aðeins sex bestu liðin frá mótum vetrarins. Stúlkurnar í T1 náðu lámörkum inn á mótið á öllum áhöldum og er Fimleikadeild Keflavíkur afar stolt af þeim fyrir þann glæsilega árangur.
Stúlkurnar stóðu sig frábærlega á mótinu og urði í 2. sæti í dansi og á dýnu.
Fimleikadeild Keflavíkur óskar stúlkunum sem og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og vonandi stefna þær enn hærra í framtíðinni.
Einkunnir þeirra á mótinu voru eftirfarandi:
Dans: 7,75
Dýna: 7,00
Trampólín: 6,30
Liðið samanstóð af; Arndísi Snjólaugu, Berglindi Björk, Brynju, Díönu Karen, Elísu, Elvu Björk, Guðrúnu Mjöll, Hólmfríði, Huldu Sif, Kristínu, Olgu Ýr, Selmu Kristínu, Sigríði Evu og Sunnevu Fríðu.