Fréttir

Fimleikar | 23. febrúar 2006

Íslandsmót í almennum fimleikum

Íslandsmót í almennum fimleikum 2006 og Meistaramót í almennum fimleikum 2006

 

 

Nú á laugardag 25. febrúar fer fram Íslandsmót í almennum fimleikum í Íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Keppt er í 2. – 6. þrep stúlkna og 1. – 4. þrepi pilta.
Keppendur á mótinu eru um 220 frá 11 félögum og þar af eru 40 strákar og hafa þeir aldrei verið fleiri á þessu móti.
Keppnin hefst á laugardag kl. 9.30 og keppa þá stúlkur í 2. þrepi en síðari hluti mótsins hefst kl. 14.45 og þar keppa 3. – 6. þrep stúlkna og 1. – 4. þrep pilta.
Á sunnudag er síðan Meistaramót í almennum fimleikum og þar keppa 10 efstu einstaklingar í hverju þrepi almenna fimleikastigans.

Um 20 stúlkur frá Fimleikadeild Keflavíkur taka þátt, þetta eru stúlkur úr tromphópum deildarinnar - úr hóp H-1 og H-2.