Íslandsmót 1. þrep Almennir Fimleikar
Íslandsmótið í 1. þrepi - Almennum fimleikum fór fram á Akranesi laugardaginn 4. febrúar.
Um 200 keppendur víðsvegar frá landinu voru mættir á mótið.
Á mótum í Almennum fimleikum er keppt á 4 áhöldum; trampolíni, stökki, dansi og á dýnu.
Fimleikadeild Keflavíkur sendi 10 stúlkur á aldrinum 10-12 ára á mótið og voru þær allar úr trompmót H-3,
en þjálfarar hópsins eru: Helga Dagný og Ása.
Þær sem kepptu fyrir hönd Keflavíkur voru:
Thelma Rún Birgisdóttir, Helga Jónsdóttir, Eva Lóa Róbertsdóttir, Halldóra Guðný Kristmundsdóttir, Sigfríður Ólafsdóttir, Súsanna Edith Guðlaugsdóttir, Katrín Mist Jónsdóttir, Ingunn Kara Berglindardóttir, Ólöf Birna Jónsdóttir og Elínóra Guðlaug Einarsdóttir.
Ein stúlknanna lenti á verðlaunapalli:
Helga Jónsdóttir varð í 3. sæti á dýnu með einkunnina 9,2
Annars var árangur stúlknanna glæsilegur og þær allar að stíga sín fyrstu skref í Almennum fimleikum.
Haldið áfram að vera svona duglegar og áhugasamar.