Fréttir

Íslandsmeistarar
Fimleikar | 2. apríl 2017

Íslandsmeistarar

Nú um helgina fór fram Íslandsmót í þrepum á vegum fimleikasambands Íslands.

 

Fimleikadeild Keflavíkur átti 21 keppanda á mótinu og telst það einstaklega góður árangur.

Í fimleikum komast krakkar inn á Íslandsmót ef að þau ná þrepinu sínu á keppnisárinu.

 

Við eignuðumst nokkra Íslandsmeista þessa helgina

Atli Viktor Björnsson varð Íslandsmeistari í fjölþraut í 3.þrepi kk

Atli Viktor Björnsson varð Íslandsmeistari í hringjum í 3.þrepi kk

Atli Viktor Björnsson varð Íslandsmeistari á karlatvíslá í 3.þrepi kk

Atli Viktor Björnsson varð Íslandsmeistari á svifrá í 3.þrepi kk

Snorri Rafn William Davíðsson varð Íslandsmeistari á bogahesti í 4.þrepi kk 10 ára

Snorri Rafn William Davíðsson varð Íslandsmeistari á stökki í 4.þrepi kk 10 ára

Svanhildur Reykdal Kristjánsdóttir varð Íslandsmeistari á stökki í 1.þrepi kvk

Klara Lind Þórarinsdóttir varð Íslandsmeistari á slá í 3.þrepi kvk

Alísa Myrra Bjarnadóttir varð Íslandsmeistari á gólfi í 5.þrepi kvk 9 ára

Við óskum þessum duglegu fimleikakrökkum, foreldrum þeirra og þjálfurum innilega til hamingju með frábærar árangur.