Fréttir

Íslandsmeistaramót
Fimleikar | 22. mars 2013

Íslandsmeistaramót

 

Helgina 16.-17. Mars fór fram Íslandsmeistaramót í þrepum í Ármanni. Keppt var í 2.-5. þrepi. Keflavík átti 12 keppendur að þessu sinni og enduðu 2 á verðlaunapalli.

Katla Björk Ketilsdóttir var í 2. sæti í 3. Þrepi , 13 ára og eldri og var aðeins 0,1 stigi frá því að vera Íslandsmeistari. Hún var með hæstu einkunn á stökki og næsthæstu einkunn í gólfæfingum.

Lilja Björk Ólafsdóttir var Íslandsmeistari í 2. Þrepi, 14 ára og eldri. Hún var með hæstu einkunn á tvíslá og í gólfæfingum. Lilja Björk er fyrsti Íslandsmeistari Keflavíkur í áhaldafimleikum. 

Óskum stelpunum innilega til hamingju með þennan flotta árangur !

Lilja Björk Íslandsmeistar í 2. þrepi 14 ára og eldri

 

Katla Björk í 2. sæti í 3. þrepi 13 ára og eldri (fyrir miðju)
(Heiðrún-Katla-Alísa-Nik)