Fréttir

Fimleikar | 9. mars 2006

Innanfélagsmót laugardaginn 18. mars 2006

Innanfélagsmót Fimleikadeildar Keflavíkur

Laugardaginn 18. mars 2006

 

Innanfélagsmótið verður haldið laugardaginn 18. mars í íþróttahúsinu við Sunnubraut og skiptist það í 4 hluta.

Allir iðkendur nema 5 ára keppa á mótinu - en 5 ára fá fljótlega fimleikadag þar sem foreldrar koma og gera sér glaðan dag með þeim.

Hér fyrir neðan sjáið þið hvenær hver hópur á að mæta og hvenær hver hluti er búinn.

 

Allir keppendur eiga að keppa í Keflavíkurbol, ef þið eigið ekki bol þá verður hann til sölu fyrir mót – sjá nánar hér fyrir neðan. 

Keppendur komi með vel greitt hárið, gott að hafa spennur í lausum endum.

Mikilvægt er að fara snemma að sofa og vera búin að borða vel fyrir mótið svo þið hafið orku á mótinu sjálfu.

 

1. hluti – Hópar: D1, D2, D3, D5 og D7 

 

9:15                Iðkendur mæta og hita upp í B - sal

9:30                Innmars

9:35                Mót hefst

10:35              Verðlaunaafhending

10:45              1. hluta lýkur

 

2. hluti – Hópar: A1, A2, C1 og C2         

                       

10:15              Iðkendur mæta og hita upp í B - sal

10:45              Innmars

10:50              Mót hefst

12:35              Verðlaunaafhending

13:00              2. hluta lýkur

 

3. hluti – Hópar:  B1, B2, B3 og B4                   

 

12:30              Iðkendur mæta og hita upp í B - sal

13:00              Innmars

13:05              Mót hefst

14:50              Verðlaunaafhending

15:10              3. hluta lýkur

 

4. hluti – Hópar: H1, H2 og H3               

 

14:40              Iðkendur mæta og hita upp í B - sal

15:10              Innmars

15:15              Mót hefst

17:35              Verðlaunaafhending

17:55              4. hluta lýkur

 

P.s.  Við erum að kanna möguleika að fá lánað annað trampolín - ef það næst ekki gæti 4. hluti tafist um c.a. 30 mínútur þar sem keppa þarf í stökki eftir að keppni á trampolíni er lokið.

 

Sala á Keflavíkurbol, Keflavíkurgalla og disk með jólasýningunni

 

Þriðjudaginn 14. mars kl: 16:30-18:30 verða Keflavíkurbolir og gallar til sölu í íþróttahúsinu við Sunnubraut. 

 

Við mælum með að allir iðkendur sem ekki eiga bol nýti sér þetta tækifæri og kaupi bol og jafnvel galla líka.

 

Bolurinn kostar: 4500 krónur                                   

Gallinn kostar:  6900 krónur.

 

Á sama stað verða líka til sölu DVD diskar með jólasýningunni og kostar diskurinn 2000 krónur.

 

Fimleikadeild Keflavíkur.