Innanfélagsmót fimleikadeildar Keflavíkur
Innanfélagsmót Keflavíkur verður haldið 24. og 25. april. Mótið er í 3 hlutum. Hópfimleikar keppa í fyrsta hluta á föstudeginum og er krýndur innanfélagsmeistari í hópfimleikum í lok þess hluta. Áhaldafimleikar eru í öðrum og þriðja hluta á laugardeginum. Í öðrum hluta eru yngstu iðkendur deildarinnar. Þeir keppa ekki til verðlauna en fá að sýna hvað þeir hafa lært í vetur. Í þriðja hluta keppa iðkendur í 6. 5. og 4. þrepi íslenska fimleikastigans. Í lok þriðja hluta er krýndur innanfélagsmeistari í áhaldafimleikum. Á þessu móti keppa allir iðkendur deildarinnar á aldrinum 5-24 ára.
Skipulag mótsins kemur hér fyrir neðan.
Iðkendur eru beðnir að mæta tímanlega svo tímaplön standist.
Föstudagur 24. apríl
1 hluti
Kl. 17.00 Mæting og almenn upphitun.
Kl. 18.35 Innmars.
Kl. 18.40 Keppni hefst.
Kl. 19.25 Handstöðukeppni.
Kl. 19.30 Fyrsta hluta lýkur.
Hóparnir sem keppa á þessum tíma eru Krakkar, Strákar, Unglingar blár og rauður, mixed og team gym.
Laugardaginn 25. apríl
2 hluti
Kl. 09.00 Iðkendur mæta og hita upp.
Kl. 09.10 Innmars.
Kl. 09.15 Mót hefst.
Kl. 10.30 Verðlaunaafhending.
Kl. 10.45 2 hluta lýkur.
Hóparnir sem keppa á þessum tíma eru Gulur, Appelsínugulur, Fjólublár, Töframenn, Kóngablár, Prinsessur og Töfradísir.
3 hluti
10.15 Iðkendur mæta og hita upp í B-sal.
10.45 Innmars.
10.50 Mót hefst.
13.30 Verðlaunahending
13.50 Mótsslit.
Hóparnir sem keppa á þessum tíma eru Sægrænn, Hvítur, Blár, Grænn, A-1, 5. þrep eldri og yngri.
Stúlkurnar í hópfimleikum eiga að vera í Keflavíkur fimleikabolnum og svörtum þykkum leggins. Alls ekki þunnum nælonleggins.
Stúlkurnar í áhaldafimleikum eiga að vera í Keflavíkur fimleikabolnum.
Strákarnir eiga að vera í bláum stuttbuxum (puma fótboltastuttbuxurnar henta vel) og hvítum hlýrabol
Keflavíkur fimleikabolurinn er til sölu hjá Dórí í síma 864-1842.
Rakel Halldórsdóttir er innanfélagsmeistari í áhaldafimleikum 2008
T-1 er innanfélagsmeistari í hópfimleikum 2008