Innanfélagsmót Fimleikadeildar Keflavíkur
Hér kemur skipulagið á innanfélagsmóti Fimleikadeildar Keflavíkur sem haldið verður laugardaginn 12. apríl. Mjög mikilvægt er að iðkendur mæti stundvíslega svo tímaáætlanir standist.
1.Hluti
Strákahópur, F-F&K, F-R, Blái hópur og Græni hópur, iðkendur fæddir 2000 og 2001.
08:50 Mæting – Upphitun hefst
09:20 Innmars – Mót sett
11:00 Mótslok og verðlaunaafhending áætluð
2. Hluti
A-1, A-2, (4.og 5.þrep) A-3, F-E, F-K, F-F (6.þrep)
A-1 & A-2 10:00 Mæting í B-Sal – upphitun hefst
A-3, F-E, F-K og F-Florí 10:25 Mæting í B-Sal - Upphitun hefst
11:00 Innmars – Upphitun á áhöldum og keppni hefst.
13:45 Verðlaunaafhending
3. Hluti
Tromphópar - Allir iðkendur í Trompfimleikum
15:00 Mæting
15:20 Áhaldaupphitun
16:45 Innmars – keppni hefst
17:30 Verðlaunaafhending – Mótslok
Það er mikilvægt að allar stúlkur séu í félagsbol deildarinnar, nýja eða gamla, og með hárið vel greitt frá andlitinu. Strákar mæta í stuttbuxum eða hjólabuxum og bol, ekki mjög víðum/stórum fötum.
Keppendur í 2.hluta 4. og 5. þrepi mega vera í bol að eigin vali – Keppendur í 6.þrepi eiga að vera í félagsbol.
Nýju félagsbolirnir og hárteygjurnar í stíl verða seld miðvikudaginn 09. apríl í íþróttahúsinu við Sunnubraut á milli 16:00 og 18:00 fyrir þá sem ætla að kaupa bol.
Mikilvægt er að allir mæti tímanlega, tilbúnir í slaginn og með nestisbita til að grípa í !!
Ef ykkur vantar einhverjar nánari upplýsingar vinsamlega leitið til þjálfara barnsins eða sendið tölvupóst á elin.islaug@keflavik.is (Elín) vegna iðkenda í hluta 1 og 2 eða á hildmagn@khi.is (Hildur María) vegna iðkenda í 3.hluta mótsins.