Innanfélagsmót
Innanfélagsmót Fimleikadeildar Keflavíkur var haldið helgina 11 – 12. febrúar í Íþróttaakademínni. Mótið tókst vel í alla staði og iðkendur stóðu sig með stakri prýði. Hópfimleikakrakkarnir byrjuðu keppni á föstudeginum. Þar voru keppendur frá aldrinum 9 – 24 ára, bæði byrjendur og þeir sem hafa mikla keppnisreynslu. Mótið var keyrslumót, þar sem iðkendur gera æfingar eins og um keppni sé að ræða en fá ekki dómgæslu, þar sem getumunur á milli hópa er gríðarlega mikill. Eftir keyrslumótið vorum við með svokallað stökkmót, þar sem iðkendur skráðu sig til keppni og kepptu sem einstaklingar og sýndu erfiðustu stökkin sem þeir geta framkvæmt.
Á laugardeginum var mikið fjör þar sem 5 ára iðkendur og drengir byrjuðu daginn snemma. Þá var mikið fjör og börnin hæstánægð með allt. Þegar byrjendurnir voru búnir tók örlítið meiri alvara við, þar sem keppt var í ponsuæfingum. Það eru stúlkur á aldrinum 6 – 9 ára. Ekki er keppt til verðlauna þar sem Fimleikadeild Keflavíkur er fyrirmyndarfélag. Því fengu allir keppendur þátttökuverðlaunapening.
Eftir hádegi byrjaði alvaran. Þar kepptu stúlkur sem keppa eftir Íslenska fimleikastiganum. Greinilegt var að keppendur hafa lagt mikið á sig í vetur og framfarirnar miklar. Keppt var í 3. – 5. þrepi og einnig 5. þrepi B. Innanfélagsmeistari að þessu sinni var Helena Rós Gunnarsdóttir.
Eftirfarandi eru úrslit í Íslenska fimleikastiganum:
5. þrep B
1. sæti Eva María Davíðsdóttir
2. sæti Lovísa Andrésdóttir
3. sæti Laufey Ingadóttir
5. þrep
1. sæti – Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir
2. sæti – Sólrún Líf Kristbjörnsdóttir
3. sæti – Brynja Ósk Guðlaugsdóttir
4. þrep
1. sæti - Ingunn Eva Júlíusdóttir
2. sæti – Alísa Rún Andrésdóttir
3. sæti – Aðalheiður Lind Björnsdóttir
3. þrep
1. sæti – Helena Rós Gunnarsdóttir
2. sæti – Lilja Björk Ólafsdóttir
3. sæti – Rakel Halldórsdóttir
Við óskum öllum iðkendum okkar innilega til hamingju með árangurinn og þökkum þeim kærlega fyrir samveruna um helgina.
Það eru komnar inn myndir á myndasíðuna, en einungis frá föstudeginum. Laugardagurinn kemur inn síðar, örlitlir tæknilegir örðugleikar.
Þjálfarar og stjórn