Innanfélagsmót
Innanfélagsmót Fimleikadeildar Keflavíkur fór fram laugardaginn 7. maí. Um 200 börn voru skráð til keppni. Í fyrsta hluta kepptu 6 ára börn í c og d æfingum. Í lokin fengu allir pening og viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Í öðrum hluta kepptu stúlkur fæddar 95-96 og 97-98 í c æfingum. Í c æfingum yngri var Helena Rós Gunnarsd. efst í samanlögðu. Silfur fékk síðan Elva Falsdóttir og brons fékk Steinunn María Daníelsdóttir. Í c æfingum eldri var Andrea Rán Aðalbjörnsdóttir efst í samanlögðu, í öðru sæti var Ásdís Birta Magnúsdóttir og þriðja sætið fékk Ellý María Hermannsdóttir. Í þriðja hluta var keppt í 3,4,5 og 6 þrepi fimleikastigans og hópfimleikum. Í 6 þrepi yngri var Sólný Sif Jóhannsd. efst í samanlögðu. Í öðru sæti var Sandra Ósk Aradóttir og í þriðja sæti var Ólöf Rún Guðsveinsdóttir. Í 6 þrepi eldri var Rakel Halldórsdóttir efst, silfur fékk Guðrún Sigmundsdóttir og brons fékk Elva Margrét Sigurbjörnsdóttir. Í 5 þrepi var Eva Rós Guðmundsd. efst, í öðru sæti voru jafnar þær Elva Dögg Sigurðard. og Þorgerður Magnúsdóttir og bronsið fékk Thelma Guðlaug Arnard. 3 og 4 þrep kepptu saman og var Selma Kristín Ólafsdóttir efst og var hún innanfélagsmeistari í áhaldafimleikum. Í trompfimleikum eldri var Ása Sigurðard. efst, í öðru sæti var Halldís Thoroddsen og þriðja sæti fékk Kistín Sigurðard. Elísa Sveinsdóttir var sigurvegari í trompifimleikum yngri og var hún innanfélagsmeistari í áhaldafimleikum. Í öðru sæti var Sigríður Eva Sanders og í þriðja sæti var Elva Björk Sigurðardóttir. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir bestu mætingu í vetur, prúðustu framkomuna og mestu framfarir. Fimleikadeild Keflavíkur þakkar þjálfurum og iðkendum fyrir daginn og óskar verðlaunahöfum til hamingju.
Öll úrslit má sjá hér
Selma og Elísa innanfélagsmeistarar. Mynd frá vf.is
Mynd frá vf.is