Fréttir

Fimleikar | 11. maí 2010

Innanfélagsmót 2010

Innanfélagsmót 2010

Innanfélagsmót Fimleikadeildar Keflavíkur var haldið dagana 30. apríl - 1. maí.  Mótið var stórskemmtilegt og iðkendur okkar stóðu sig frábærlega.  Keppendur voru á aldrinum 5 - 25 ára, stúlkur og drengir.  Það var ánægjulegt að sjá hversu margir áhorfendur komu og fylgdust með krökkunum, áhorfendur voru almennt glaðir að sjá nýju aðstöðuna. 

Rakel Halldórsdóttir var Innanfélagsmeistari 2010.  Við óskum henni innilega til hamingju með þennan árangur og að sjálfsögðu öllum öðrum iðkendum, sem allir stóu sig vel.

Fleiri myndir eru komnar inn á myndasafnið.

Fimleikakveðja

Þjálfarar og stjórn