Fréttir

Innanfélagsmót
Fimleikar | 13. maí 2013

Innanfélagsmót

 

Dagana 9. og 10. maí síðastliðinn fór fram Innanfélagsmót Fimleikadeildar Keflavíkur. Fyrstu hlutar Innanfélagsmóts Fimleikadeildar Keflavíkur voru Uppstigningardag, fimmtudaginn 9.maí. Þetta er 28. Innanfélagsmótið sem haldið er. Í fyrsta hlutanum vorum við með stráka og stelpur frá aldrinum 5-7 ára. Í þeim hluta mátti finna flestu byrjendur félagsins.
Þar sem Fimleikadeild Keflavíkur er fyrirmyndarfélag FSÍ þá fá allir iðkendur verðlaun undir 9 ára og fékk hvert barn viðurkenningu fyrir sitt besta áhald.

Í öðrum hluta var Fimleikadeildin með stelpur á aldrinum 7-10 ára sem eru komnar aðeins lengra og hafa verið að keppa í 6.þrepi íslenska fimleikastigans á vinamótum hjá öðrum félögum. Þær fengu allar verðlaun fyrir sitt besta áhald. Ásamt þeim voru við með 8-13 ára stráka að keppa í 5.þrepi íslenska fimleikastigans. Þar á fimleikadeildin stráka sem hafa keppt á FSÍ mótum í vetur og stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni. Þeim strákum var skipt í tvo hópa. Þeir strákar sem eru vanir því að keppa, kepptu sín á milli og þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref kepptu sín á milli.

Í þriðja hluta var Fimleikadeildin með hópfimleika. Fyrstu keyrðu hóparnir sýningaumferðir eins og gert yrði í venjulegri keppni en þar sem við höfðum hópa með mismunandi getustig var ákveðið að hafa einstaklingskeppni líka þar sem iðkendur sem eru komnir svipað langt í sínum hópfimleikum kepptu sín á milli.

Föstudaginn 10.maí, vorum við með fjórða og seinasta hluta mótsins. Þar vorum við með áhaldafimleika kvenna þar sem stelpur voru að keppa í 5., 4., 3., 2. og 1. þrepi íslenska fimleikastigans. Þetta eru okkar iðkendur sem eru komnir lengst í fimleikum. Þetta er í fyrsta sinn sem Fimleikadeild Keflavíkur hefur verið með börn í öllum þrepum íslenska fimleikastigans á Innanfélagsmóti. Keppendur stóðu sig mjög vel og var mikið um flotta og skemmtilega fimleika. Gaman er að segja frá því að í 1. þrepinu eigum við stelpu sem var nýlega valin í Unglingalandslið Íslands og er að fara keppa í Noregi 24.-26. maí. Sú stúlka heitir Lilja Björk Ólafsdóttir og var hún einmitt Innanfélagsmeistari Keflavíkur 2013 og var þá Innanfélagsmeistari annað árið í röð.  

Nálgast má myndir á facebook síðu Fimleikadeildarinnar. 

Við óskum iðkendum til hamingju með mótið.

Lilja Björk Ólafsdóttir Innanfélagsmeistari 2013

Klara Lind að keppa á tvíslá í 5. þrepi létt

Lilja Björk að keppa í 1. þrepi á jafnvægisslá

Nokkrar stelpur úr hópfimleikum

Nokkrar stelpur úr 5 ára hóp

Alísa Rún að keppa í gólfæfingum í 2. þrepi

Strákarnir að keppa í sínum æfingum