Innanfélagsmeistarar Fimleikadeildar Keflavíkur
Innanfélagsmót Fimleikadeildar Keflavíkur var haldið síðastliðin laugardag. Mótinu var skipt í 3 hluta. Í fyrstu tveimur var keppt í áhaldafimleikum og í þeim þriðja í hópfimleikum. Í fyrsta hluta kepptu yngstu iðkendur deildarinnar, þar er ekki keppt til verðlauna en allir iðkendur fá að sýna hvað í þeim býr og í lokin allir verðlaunapening fyrir þátttökuna. Í öðrum hluta var keppt í 6 þrepi yngra og eldra, og í 4 og 5 þrepi íslenska fimleikastigans. Úrslitin koma hér fyrir neðan í samanlögðum einkunum.
6. þrep yngri
- Marín Veiga Guðbjörnsdóttir með 55,9 stig
- Aðalheiður Lind Björnsdóttir með 54,3 stig
- Lilja Björk Ólafsdóttir með 54,3 stig
6. þrep eldri
- Harpa Hrund Einarsdóttir með 54,1 stig
- Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir með 51,9 stig
- Salka Björt Kristjánsdóttir með 51,6 stig
5. þrep
- Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir með 55,4 stig
- Björk Gunnarsdóttir með 53,6 stig
- Ása Böðvarsdóttir með 51,4 stig
4. þrep
- Rakel Halldórsdóttir með 55,8 stig
- Helena Rós Gunnarsdóttir með 54,65 stig
- Ólöf Rún Guðsveinsdóttir með 53,3 stig
Hér má sjá nánari úrstlit: 6. þrep yngri, 6. þrep eldri, 5. þrep og 4 þrep.
Rakel Halldórsdóttir er því innanfélagsmeistari í áhaldafimleikum 2008.
Í þriðja hluta var keppt í hópfimleikum. Sjö lið kepptu sín á milli um innanfélagsmeistarann í hópfimleikum. Hér koma úrslit í samanlögðum einkunnum.
- T1 með 25,48 stig. Liðið er skipað: Arndísi, Berglindi, Brynju, Díönu, Elísu, Elvu, Guðrúni, Hólmfríði, Huldu Sif, Louisu, Olgu, Selmu, Sigríði Evu, Sigríði, Snædísi og Sunnevu
- T2-I með 22,95 stig. Liðið er skipað: Evu, Joanna, Kristinu, Ósk, Thelmu, Ásdísi, Elvu Dögg, Anítu Sif, Elvu Maríu, Halldóru, Helgu Rún, Sigurbjörgu, Magneu, Helene og Sigfríði.
- T2-II með 21,2 stig. Liðið er skipað: Ingunni Köru, Ingunni Maríu, Ólöf Birnu, Sæunni, Selmu Rún, Gunnhildi, Alexander, Katínu, Aldísi, Hildigunni, Alexsander og Helgu Eden.
T-1 er því innanfélgasmeistari í hópfimleikum 2008
Stjórn og þjálfarar óska vinningshöfum til hamingju og þakkar iðkendum fyrir drengilega keppni.