Hvatagreiðslur hjá fimleikum.
Fimleikadeild Keflavíkur mun senda út greiðsluseðla vegna hvatagreiðslna í næstu viku. Þeir sem eru með hvatagreiðslur geta ekki gengið frá greiðslum á mittreykjanes.is fyrr en greiðsluseðill hefur verið gefinn út en þá þarf að slá inn númerið á greiðsluseðlinum á heimasíðu mitttreykjanes.is. Deildin minnir einnig á að foreldrar barna fædd 1995 og eldri þurfa að sækja fræðslufund hjá Reykjanesbæ til að fá hvatagreiðslur. Því fólki sem lendir í vanda með greiðsluseðla eða lykilorð inn á mittreykjanes.is er bent á að hafa samband við skrifstofur Reykjansebæjar. Fimleikadeildin áskilur sér rétt til innheimtu hvatagreiðslna með greiðsluseðli eða kredetkortafærslu eftir 1. nóvember hafi hvatagreiðslur ekki verið fræmkvæmdar fyrir þann tíma.