Hvað er power tumbling ?
Hvað er power tumbling?
Power tumbling á Íslandi
Power tumbling er ný grein fimleika á leiðinni til Íslands. Power tumbling hefur oft verið kallað formula 1 fimleikanna, og ekki að ástæðulausu. Þessi fimleikagrein er framkvæmd af miklum hraða á 25 metra braut og inniheldur hún mögnuð stökk á miklum hraða sem nær hámarki í lokastökkinum sem getur innihaldið mikinn eriðfleika. Það má segja að power tumbling sé oft á tíðum eins og flugeldasýning með skemmtanagildi og spennu sem tilheyrir rússíbanaferð. Það getur tekið tíma og þolinmæði að ná tökum á þessu í byrjun en þegar þú hefur náð grunnatriðunum verður þetta spennandi og ekki aftur snúið. Er þetta eitthvað fyrir þig? Ef svo er endilega haltu áfram að lesa og fáðu meiri upplýsingar um þessa spennandi grein fimleikana.
Fimleikadeild Keflavíkur verður fyrsta íslenska fimleikafélagið til að bjóða upp á power tumbling fyrir byrjendur og lengra komna. Daniel Bay Jensen áður danskur landsliðsþjálfari og alþjóðlegur dómari FIG í power tumbling mun sjá um þjálfunina. Í byrjun mun power tumbling leggja áherslur á sýningar til að vekja athygli á greininni hér á landi , sem og unnið verður að nýju keppnisfyrirkomulagi. Það mun verða innblásið af Danska keppnisfyrirkomulaginu sem Daniel tók þátt í að móta og kallast power tumbling fyrir alla. Keppnisfyrirkomulagið svipar til þrepakerfisins sem notað er í áhaldafimleikum hér á landi. Í hverju skrefi, eða þrepi, eru fyrirframákveðnar æfingar sem iðkendur þurfa að sýna. Í fyrstu þrepunum er keppt í grunnæfingum, sem þýðir að þeir sem æfa áhaldafimleika eða hópfimleka geta einnig tekið þátt.
Til að byrja með munu sýningar og keppni fara fram á fiber gólfinu sem notast er við í hópfimleikum eða loftdýnu. Markmiðið er þó að eignast 25 metra braut sem notuð er á alþjóðlegum mótum. Við munum notast við önnur áhaöld á æfing t.d trampolín og áhaldagólfið. I powertumbling er mikilvægt að ná góðu valdi á réttri tækni vid æfingar og hver og einn fær æfingar vid hæfi hvort sem um er ad ræda byrjendur eda lengra komna. Power tumbling er einstaklingsíþrótt likt og áhaldafimleikar, og því treystir þú aðeins á sjalfan þig og getur æft á þínu getustigi a heilbrigðan hátt.
Þar sem powertumbling er alþjóðleg íþrótt og vinsæl innan Evrópu er möguleiki ad fara i æfingaferðir til annarra landa (ekki bara til nordurlandanna). Keppni alþjóðlega getur einnig verið möguleg ef vel gengur.
Danmörk er eitt af bestu löndunumm i heiminum i hópfimleikum, þeir bestu þar hafa flestir bakgrunn úrr powertumbling eða æfa enn íþróttina, sérstaklega meðal karlanna. Æfingar og stökk úr powertumbling eru i sifellt meira mæli notaðar i hópfimlekum. Þar af leiðandi verður powertumbling hópurinn i Keflavik brautryðjendur á Íslandi og mun halda námsskeið og æfingar fyrir hópfimleikafólk sem vill bæta sig i dýnustökkum.
Eins og sjá má eru mörg spennandi verkefni a prjónunum varðandi þessa nýju fimleikagrein og vonandi munu fimleikar i Keflavik og á Íslandi þróast i heilbrigða og rétta átt.
Power tumbling á alþjóðavettvangi
Power tumbling er hluti af FIG (Alþjóðlega fimleikasambandinu). Í alþjóðlegri keppni eru gerðar tvær umferdir á 25 metra langri braut med 10 – 11 metra tilhlaupi. Báðar umferdir verða ad innihalda 8 stokk. Fyrri umferðin er köllud streit umferð, þar mega aðeins 3 stokk innihalda skrúfur, aðeins hálf skrufa (180⁰). Seinni umferðin er köllud skrúfuumferð, þar verða ad minnsta kosti 2 stokk ad innihalda heila skrúfu (360⁰) og seinasta stökkið verður ad innihalda skrúfu. Lenda verdur seinasta stökkið á lendingardýnunni, annars kemur til frádráttar. Þad eru þó undantekningar á þessum reglum ef seinasta stökkid skiptir um stefnu, t.d. ef næst seinasta stökkið er afturábak og seinasta stökkið fram.
Öll stökk verða ad vera fætur til handa, hendur til fóta eda fætur til fóta. Hver umferð verður ad innihalda ad minnsta kosti 3 heljarstökk og loka stökkið verður ad vera einhvers konar heljarstökk. Á byrjendastigi (ekki alþjóðlegu) eru undantekningar á þessum reglum t.d framkollhnís, afturábakollhnís, handahlaup og brú.
Einkunnir
Öll stökk sem keppt er med i alþjóðlegri keppni verda ad vera i reglunum (The international code of points), þar sem þeim eru gefin ákveðin gildi. Erfiðleikaeinkuninn fyrir umferðina er fundin med því ad leggja saman erfiðleikaeinkunnir allra 8 stökkanna i umferðinni. Þad er ekki leyfilegt ad endurtaka sama stökkið nema ad stökkið fyrir framan sé annað, t.d er leyfilegt ad gera heila skrúfu tvisvar sinnum ef þad er arabastökk fyrir framan annad stökkið og flikk fyrir framan hitt. Þad er engin hámarkserfiðleikaeinkunn, því erfiðari stökk sem þú
gerir , því hærri erfiðleikaeinkunn muntu fá.
Í keppni eru að minnsta kosti 3 og i mesta lagi 5 dómarar sem dæma framkvæmd umferðarinnar (upphafseinkunn er alltaf 10). Frádráttur er tekinn af hverju stökki sem ekki er framkvæmt i samræmi vid reglurnar, t.d. ef það vantar hraða og flæði eða röng likamsstaða. Í þeim tilfellum þar sem eru 5 framkvæmdardómarar dettur lægsta og hæðsta einkunnin út og hinar 3 lagðar saman til ad finna lokaeinkunina fyrir framkvæmdina. Þar sem aðeins 3 dómarar dæma framkvæmdina eru allar einkunnirnar lagðar saman.
Ad lokum getur yfirdómari gefið frádrátt fyrir t.d rangan búning, of löng bið áður en byrjað er á umferðinni.
Framkvæmdareinkuninn gildir þrefalt á erfiðleikaeinkunnina, svo góðar línur og gott flæði i umferðunum skiptir miklu máli i þessari grein fimleika.
Keppni
Þar sem power tumbling er undir FIG eru haldin heimsmeistaramót í aldursflokkum (WAGC) á hverju ári nema á því ári sem að Ólympíuleikarnir eru. Power tumbling keppir með trampólí og tvöföldu míní trampólíni sem eru hluti að Olympíuleikunum og því er ekki heimsmeistaramót á Ólympíuári.
Á hverju ári heldur FIG nokkur heimsbikarmót um allan heim. Ári efir Ólympiuleika eru haldnir heimsleikar sem er keppni fyrir þær greinar sem ekki eru hluti af Ólympiuleikunum. Heimsbikarmót og heimsleikar eru þó aðeins fyrir fullorðinsflokk.
Power tumbling er einnig hluti af Evrópska fimleikasambandinu (UEG) og því eru Evrópumót bæði fyrir unglinga og fullorðna annað hvert ár.
Á hverju ári eru einnig haldnar alþjóðlegar keppnir um allan heim af heimalandinu fyrir unglinga og fullorðna.
Stökkin.
Eins og minnst var á hér fyrir framan er ekki leyfilegt að endurtaka sama stökkið, hinsvegar eru undantekningar á þessari reglu í grunnæfingum á byrjendastigi likt og arabastökk, flikk, whip, kraftstökk og handahlaup. Þad er einnig algengur misskilningur að power tumbling inniheldur bara afturábak stökk, það er ekki rétt. Leyfilegt er að gera bæði fram og afturabak stökk, hinsvegar framkvæma lengra komnir yfirleitt alltaf afturábakstökk þar sem þau gefa mesta kraftinn og flæði. Fram og afturábak stökk gildir jafnmikið i reglunum.