Fréttir

Fimleikar | 4. desember 2008

Hópfimleikar haustmót

Haustmót FSÍ í hópfimleikum var haldið 21. og 22. nóvember.  Það er mikil aukning í hópfimleikum í Keflavík og sendi félagið 5 lið til keppni.  Í fyrsta skipti sendi deildin lið í keppni í teamgym í fullorðinsflokki þá er dæmt eftir evrópureglum.  Einnig sendi deildin í fyrsta skipti strákalið til keppni og voru þeir eina strákaliðið á þessu móti.  Keflavík var síðan með lið í táningaflokki og unglingaflokki.  Teamgym liðið stóð sig mjög vel og urðu í 2 sæti samanlagt.  Liðið er skipað:  Arndísi Snjólaugu, Berglindi Björk, Brynju, Evu Lóu, Heiðrúnu Rós, Elvu Dögg, Olgu Ýr, Selmu Kristínu, Margréti, Sigríði, Louisu Ósk og Kristínu.