Fréttir

Fimleikar | 4. febrúar 2010

Hello Kitty mót og Þrepamót FSÍ

Helgina 30 og 31. Janúar var mikið um að vera hjá 5. þreps stúlkunum.   14 stúlkur  kepptu á Helló Kitty móti á laugardeginum.   Það var liðakeppni, það voru þrjú lið frá Keflavík og stóðu stúlkurnar sig mjög vel.

Á sunnudeginum var Þrepamót FSÍ, í 5. þrepi.   Á því móti kepptu 13 stúlkur.  Þær stóðu sig mjög vel en tvær stúlkur komust á verðlaunapall.  Alísa Rún Andrésdóttir var í 1. sæti á jafnvægisslá, með einkunnina 16. 300 sem jafnframt var hæsta einkunn mótsins.  Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman var í 1. sæti á stökki með einkunnina 11,700.  Stórglæsilegur árangur hjá stúlkunum.   

 

Við óskum keppendum helgarinnar til hamingju með árangur helgarinnar.