Fréttir

Fimleikar | 25. janúar 2011

Hello Kitty

 

Laugardaginn 22. janúar fóru 50 stúlkur frá Fimleikadeild Keflavíkur á Hello Kitty mót Gróttu.   Stúlkurnar voru á aldrinum 7 – 13 ára, sem kepptu í 6. – 4. þrepi íslenska fimleikastigans.  Flestir keppendur voru í 6. þrepi.   Í flokki 7 – 8 ára fengu allir keppendur verðlaun fyrir besta áhaldið sitt.  Í þeim flokki áttum við 2 efstu stúlkurnar, þær Lovísu Andrésdóttur og Laufeyju Ingadóttur.  Í flokki 9 – 10 ára var keppt í liðakeppni og stóðu Keflavíkur stúlkur sig með mikilli prýði.  Þær urðu í fyrsta sæti í liðakeppninni.   Í liðinu voru þær stöllur Bergrún Una Gunnarsdóttir, Eva María Davíðsdóttir, Hanna María Sigurðardóttir, Jenný Elísabet Ingvarsdóttir og Þórunn María Garðarsdóttir.  Eva María og Þórunn María röðuðu sér í 2 efstu sætin í einstaklingskeppninni.  Einnig stóðu þær Edda Karlsdóttir, Guðrún Hanna Jónsdóttir, Hjördís Lilja Traustadóttir, Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir  og Jóna Kristín Einarsdóttir sig mjög vel og enduðu í 4. sæti í liðakeppninni.

 Í 4. þrepi varð Elma Rósný Arnarsdóttir í 2. sæti og Alísa Rún Andrésdóttir í 3. sæti. 

Árangur helgarinnar er mjög góður og gaman að geta þess að fimleikafólk tekur eftir jákvæðum breytingum á iðkendum Fimleikadeildar Keflavíkur.

Við óskum öllum stúlkunum innilega til hamingju með árangurinn um helgina.

Þjálfarar og stjórn