Fréttir

Haustmót í þrepum
Fimleikar | 3. nóvember 2016

Haustmót í þrepum

Fimleikadeild Keflavíkur sendi nú um helgina 28 keppendur á þrepamót á Akureyri.

 

Mótið var hið skemmtilegasta og okkar keppendur stóðu sig vel.

 

Margir keppendur voru að keppa í fyrsta skipti á FSÍ móti og öðluðust góða reynslu. 

Mótið var liðakeppni og stigu nokkur lið upp á verðlaunapallinn.

 

Strákarnir okkar kepptu í 4.þrepi og höfnuðu í 3.sæti. Þetta voru þeir Heiðar Geir Hallson, Snorri Rafn William Davíðsson, Kristófer Máni Önundarson, Andrés Emil Eiðsson og Jón Valur Ólason. Heiðar Geir, Snorri Rafn og Jón Valur náðu 4.þrepinu.

 

Birgitta Sól Bjarnadóttir og Ásdís Gunnarsdóttir kepptu í 5.þrepi fyrir 11 ára og eldri og voru í sameiginlegu liði með Fjölni og Fimak. Þær höfnuðu í 2. - 3. sæti.

Unnur Marín Þormarsdóttir, Íris Sævarsdóttir og Isobel Silja Ingólfsdóttir kepptu  í 4.þrepi 10  ára og stóðu sig mjög vel. 

 

Helen María Margeirsdóttir, Jóhanna Óladóttir og Svandís Huld Bjarnadóttir keppti í 4.þrepi 9 ára og stóðu sig mjög vel.

Helen María var í fyrsta sæti í samanlögðum stigum allra stúlka sem kepptu í þessum flokki og náði hún 4.þrepinu.

 

Íris Sævarsdóttir, Isobel Silja Ingólfsdóttir og Unnur Marín Þormarsdóttir voru að keppa í 4.þrepi í fyrsta skipti og stóðu sig einstaklega vel.

 

Í 4.þrepi 11 ára kepptu Viktoría Kristín Jónsdóttir, Natalía Nótt Adamsdóttir, Þórunn Fríða Unnarsdóttir, Sóldís Eva Haraldsdóttir og Lovísa Ósk Ólafsdóttir og stóðu þær sig mjög vel og eru ekki langt frá því að ná þrepinu sínu.

 

Í 5.þrepi 9 ára kepptu Dagný Björk Ólafsdóttir, Júlía Inga Jónsdóttir, Íris Björk Davíðsdóttir, Eva Lind Magnúsdóttir, Freyja Kristín Markúsdóttir, Máney Dögg Másdóttir og Særún Lilja Eysteinsdóttir. Þær voru flestar að keppa í fyrsta skipti á Fimleikasambandsmóti og stóðu sig mjög vel.