Fréttir

Fimleikar | 1. nóvember 2010

Haustmót í áhaldafimleikum

Um helgina fór fram haustmót í áhaldafimleikum á Akureyri.  Það voru 16 stúlkur sem lögðu í hann norður á föstudaginn, ásamt foreldrum 13 stúlkna.  Á mótinu var keppt í Íslenska fimleikastiganum, öllum þrepum.  Stúlkurnar stóðu sig með mikilli prýði og unnu til nokkurra verðlauna.

Ingunn Eva Júlíusdóttir var í 1. sæti í 4. þrepi, 11 ára og yngri

Thelma Hrund Helgadóttir var í 3. sæti í 4. þrepi, 12 ára og eldri

Helena Rós Gunnarsdóttir var í 2. sæti í 3. þrepi, 12 ára og eldri

Kolbrún Júlía Newman Guðfinnsdóttir var í 2. sæti í 5. þrepi, 12 ára og eldri.

Einungis voru veitt verðlaun fyrir samanlagðan stig allra áhalda. 

Eins og áður sagði stóðu stelpurnar sig mjög vel og fengu mikið hrós frá þjálfurum annara félaga og dómara fyrir hvað þær voru flottar og komnar með góða tækni.

Þetta ber vott um að við eigum spennadi vetur framundan, verður án efa gaman að fylgjast með stúlkunum gera góða hluti.

 

Fimleikakveðja