Haustmót í 4. og 5.þrepi
Fimleikadeild Keflavíkur sendi fjölmarga keppendur á mótið norður á Akureyri.
Okkar keppendum gekk einstaklega vel.
Allir komu heim með medalíu.
Hér fyrir neðan má sjá úrslitin.
Íris Björk Davíðdóttir keppti í 5.þrepi 10 - 11 ára með sameiginlegu liði Gróttu og Keflavíkur og hafnaði liðið í 3.sæti
Arngrímur Egill Gunnarsson, Máni Bergmann Samúelsson og Óskar Kristinn Vignisson kepptu í 5.þrepi kk og lentu þeir í 1.sæti.
Emelía Rós Símonardóttir, Elísa Gunnlaugsdóttir, Guðlaug Emma Erlingsdóttir, Kolbrún Dís Snorradóttir og Ragnheiður Júlía Rafnsdóttir kepptu í 5.þrepi 9 ára og lentu þær í 3.sæti
Hulda María Agnarsdóttir, Bryndís Theodóra Harðadóttir, Alísa Myrra Bjarnadóttir, Jóhanna Ýr Óladóttir og Dagný Björk Óladóttir kepptu í 4.þrepi 10 - 11 ára og lentu þær í 2.sæti
Kristín Embla Magnúsdóttir, Íris Sævarsdóttir, Unnur Marín Þormarsdóttir og Aldís Ögn Arnardóttir kepptu í 4.þrepi 11 ára og eldri og lentu þær í 2.sæti
Við óskum þessum frábæru krökkum innilega til hamingju með árangurinn