Fréttir

Haustmót 2
Fimleikar | 7. nóvember 2016

Haustmót 2

 

Nú um helgina  fór fram haustmót 2. En þar var keppt í 3.2.1 þrepi og frjálsum æfingum í karla og kvenna flokki.

Fimleikadeild Keflavíkur sendi 10 keppendur á mótið, þau stóðu sig mjög vel.

Klara Lind Þórarinsdóttir keppti í 3.þrepi 12 ára og náði hún þrepinu sínu. Hún vann til nokkurra verðlauna, en hún var í 2.sæti á tvíslá, 1.sæti á gólfi og 2.sæti í fjölþraut.

Atli Viktor Björnsson keppti í 3.þrepi karla, hann vann til nokkurra verðlauna, en hann var í 1.sæti á hringjum, 1.sæti á svifrá og 3.sæti í fjölþraut.

Samúel Skjöldur Ingibjargarson keppti í 3.þrepi karla, hann varð í 3.sæti á svifrá og 5.sæti í fjölþraut.

 

Svanhildur Reykadal Kristjánsdóttir keppti í 1.þrepi og náði hún þrepinu sínu. Hún vann einnig til verðlauna, hún var í 2.sæti á stökki og 5.sæti í fjölþraut.

 Tanja Stetsii​ keppti í 1.þrepi í 14. ára aldursflokknum og vann til eftirfarandi verðlauna.
3. sæti á stökki
2. sæti á tvíslá
2. sæti á slá
2. sæti á Gólfi
2. sæti samanlagt

Laufey Ingadóttir keppti í unglingaflokki í frjálsum æfingum. Hún hafnaði í 2.sæti á stökki.