Fréttir

Haustmót 1 í áhaldafimleikum
Fimleikar | 5. nóvember 2012

Haustmót 1 í áhaldafimleikum

 

Laugardaginn 27. október var fyrri hluti Haustmóts FSÍ haldinn, það var fimleikadeild Fylkis sem hélt mótið í Ármanni. Keppt var í frjálsum æfingum, 1.þrepi og 2.þrepi.

Keflavík átti 6 stúlkur sem tóku þátt í 2.þrepi. Þær stóðu sig mjög vel sérstaklega í ljósi þess að margar voru að stíga sín fyrstu skref í nýju þrepi.

Bestum árangri náði Lilja Björk Ólafsdóttir en hún fékk fyrstu verðlaun á tvíslá og gólfi og annað sæti á slá. Auk þess varð hún í 1. sæti samanlagt.

Sólný Sif Jóhannsdóttir var í 2. sæti á stökki og Elma Rósný Arnarsdóttir var í 3. sæti á gólfi.

Hinar stúlkurnar sem tóku þátt í mótinu voru Ingunn Eva Júlíusdóttir, Thelma Hrund Helgadóttir og Rakel Halldórsdóttir.

Haustmót 2 hefði átt að vera haldið laugardaginn 3. nóvember á Akureyri en var frestað sökum veðurs.