Fréttir

Halloween viðburður hjá Fimleikadeildinni
Fimleikar | 21. október 2021

Halloween viðburður hjá Fimleikadeildinni

Halloween viðburður 25 okt til 1.nóv

Kæru foreldar/forráðamenn núna í október verður klárað að funda með öllum iðkenndum 6 ára og eldri þar sem þjálfari fer yfir önnina með þeim ásamt viðburðum en foreldrar skipta miklu máli að virkja viðburðina.

Okkur langar að biðja alla hópa að hafa einhver halloween hitting vikuna 25 okt til 1 nóv. Hvort sem þið viljið hittast upp í húsi -skera út grasker- búa til halloween skraut - spila- koma með kökur- fl en einn hópur hittist og hefur pálínuboð- hittast í búning eða án... hittast heima hjá einhverjum og horfa á mynd. Taka sundferð eða gönguferð saman eða bara það sem ykkur dettur í hug, hægt er að senda á fimleikar@keflavik.is og bóka tíma í fundasalnum/eða kaffistofunni uppi.

Hún Ása rekstarstjórinn okkar mun aðstoða ykkur að bóka tíma. Þið sendið henni henni bara óskir um tíma og hún reynir að finna tíma með ykkur. Væri líka frábært ef þið mundu deila myndum með okkur hér inni á fb. Flott er að tala saman í grúbbum á sportabler og ákveða viðburð þar innan hópana.