Fréttir

Fimleikar | 16. apríl 2006

H3 í 2 sæti á Byrjendamóti Bjarkanna

Stelpurnar í H3 fóru á Byrjendamót í hópfimleikum þann 12. apríl og gekk bara mjög vel.  Stelpurnar eru alls um 18 í hópnum og voru 2 lið frá Keflavík skráð á mótið en þar sem margar voru í leyfi og veikar fyrir mót var ákveðið að sameina í 1 lið á síðustu stundu sem gekk bara mjög vel, en það þurfti að laga aðeins til mynstrin í dansinum til að aðlaga að þeim öllum.

Alls 11 lið tóku þátt í mótinu, kepptu 9 þeirra í byrjendareglum en 2 lið í FSÍ reglum sem eru aðeins flóknari.  1 liðið var strákalið sem var í raun bara gestalið þar sem þeir kepptu ekki í dansi þannig að Keflavík var að keppa við 7 lið.

Stelpurnar stóðu sig mjög vel og komust auk þess á verðlaunapall - lentu í 2. sæti.  Þess má geta að sami hópur tók líka þátt í Byrjendamóti í mars og vann annað liðið líka til verðlauna þá.