Fréttir

Gott mót á Akureyri í stökkfimi.
Fimleikar | 5. nóvember 2015

Gott mót á Akureyri í stökkfimi.

Síðasliðinn laugardag fór Íslandsmeistaramótið í stökkfimi fram á Akureyri. Fimleikadeild Keflavíkur sendi 13 stelpur til leiks og stóðu þær sig mjög vel og voru fimleikadeildinni til sóma.
Í A flokki 12 – 13 ára varð Lovísa Andrésdóttir Íslandsmeistari á dýnu og Thelma Rún Eðvaldsdóttir hlaut annað sætið ásamt því að ná öðrum sætinu í samanlögðum árangri. Í sama flokki varð Andrea Dögg Hallsdóttir í öðru sæti á trampolíni. Í B flokki 14 – 15 ára varð Tanja Ýr Ásgeirsdóttir í þriðja sæti á dýnu. Í A flokki 14 – 15 ára hlaut Alma Rún Jensdóttir Íslandsmeistaratitil á trampolíni og í samanlögðum árangri ásamt því að ná öðru sætinu á dýnu. Í opnum flokki 16 ára og eldri hlaut Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman annað sæti á dýnu, trampolíni og í samanlögðum árangri.
Það er greinilegt að framtíðin er björt hjá fimleikadeildinni og gefur árangruinn á Akureyri góð fyrirheit fyrir komandi keppnistímabil hjá stelpunum. Næsta mót á dagskrá er Haustmót í hópfimleikum sem fram fer helgina 20. - 22. nóvember á Akranesi.