Góður árangur hjá áhaldastelpunum
Síðustu tvær helgar hafa verið stórgóðar hjá áhaldastelpunum okkar. Stelpurnar í 5. þrepi riðu á vaðið og fóru á 5. þreps mót laugardaginn 20. janúar. Þeim gekk mjög vel en árangur Kolbrúnar Júlíu Guðfinnsdóttur stóð upp úr. Hún var í 2. sæti á stökki, 1. sæti á gólfi og 2. sæti samanlagt. Við óskum Kolbrúnu Júlíu innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
Laugardaginn 5. febrúar var keppt í 1. - 4. þrepi Íslenska fimleikastigans. Það gekk gríðarlega vel og áttum við margar stúlkur í verðlaunasætum.
Í fjórða þrepi lenti Elma Rósný Arnarsdóttir í 3. sæti á stökki, 2. sæti á slá, 1. sæti á gólfi og 2. sæti samanlagt. Ingunn Eva Júlíusdóttir lenti í 1. sæti á tvíslá og 3. sæti samanlagt.
Í þriðja þrepi lenti Sólný Sif Jóhannsdóttir í 1. sæti á stökki. Rakel Halldórsdóttir í 2. sæti á tvíslá. Helena Rós Gunnarsdóttir í 2. sæti á slá, 2. sæti á gólfi og 2. sæti samanlagt. Ingibjörg Þóra Þórarinsdóttir lenti í 3. sæti á gólfi.
Lilja Björg Ólafsdóttir, keppti í 3. þrepi og náði þeim frábæra árangri að ná þrepinu. Það þýðir að hún verður að keppa í 2. þrepi á næsta mótatímabili.
Við óskum stúlkunum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með frábæran árangur. Við hlökkum til að fylgjast með þeim á næstu mótum.