Fréttir

Góður árangur á bikarmóti í stökkfimi
Fimleikar | 8. apríl 2016

Góður árangur á bikarmóti í stökkfimi

Bikarmót í stökkfimi fór fram síðastliðin laugardag hér í Keflavík.  Bikarmótið er liðakeppni og um 345 keppendur frá 9 félögum tóku þátt. Keppendur frá Fimleikadeild Keflavíkur stóðu sig með stakri prýði og að launum eignaðist fimleikadeildin 3 bikarmeistaratitla.

 

Í flokki 12 – 13 ára A varð lið Keflavíkur bikarmeistari, liði samanstóð af þeim Elísabet Maríu Kristinsdóttur, Freyju Bjargardóttur, Hildi Björg Hafþórsdóttur og Lovísu Andrésdóttur

 

Í flokki 14 – 15 ára A stóð lið Keflavíkur uppi sem Bikarmeistari. Alma Rún Jensdóttir, Andrea Dögg Hallsdóttir, Elísabet Ýr  Handsóttir, Hildur Ýr Hafsteinsdóttir og María Rós Björnsdóttir mynduðu það lið.

 

Fimleikadeild Keflavíkur sendi eitt karlalið til keppni og unnu þeir bikarmeistaratitil í flokki  14 ára B kk. Breki Bjarnason, Gunnar Geir Sigurjónsson og Halldór Dagði Guðnason skipuðu það lið