Frábær árangur á Þrepamóti 2
Þrepamót 2 hjá Fimleikasambandinu fór fram um helgina, 1. - 2. febrúar í Fylki, þar sem keypt var í 4. Og 5. Þrepi og átti Keflavík margar flottar stelpur á því móti.
Stelpurnar stóðu sig allar rosalega vel og voru nokkrar dömur sem náðu þrepinu sínu með 56 stig plús en það voru þær Ester María Hólmarsdóttir, Júlía Sif Gísladóttir, Snædís Lind Davíðsdóttir og Kara Sif Valsdóttir. Ester María var jafnframt næstefst á gólfi í 5. þrepi með einkunnina 15,300.
Einnig voru við með 4 stúlkur sem keyptu í 4.þrepi og stóðu þær sig allar með prýði. En þar má segja frá að Fanney Erla Hrafnkelsdóttir var einungis 0,05 stigum frá því að ná þrepinu. Hún varð einnig þriðja efst á tvíslá í 4. þrepi.
Einungis eru veitt verðlaun fyrir að ná þrepi í 4. og 5. þrepi fimleikastigans.
Frábær árangur hjá Keflavíkurstúlkum um helgina og óskum við þeim til hamingju með árangurinn og má segja að þær eiga sér bjarta framtíð fyrir höndum.