Frábær árangur á Mínervumóti
Síðastliðna helgi var Mínevrumót í Björkunum og átti Keflavík nokkra keppendur þar.
Mótið er haldið ár hvert og er vinamót. Margar stúlkur voru að keppa í fyrsta skiptið í nýju þrepi og stóðu sig allar ótrúlega vel.
Árangurinn var eftirfarandi:
- Í flokknum "5. þrep - 2016 - nýjar í þrepi" var Franka Medenjak í 2. sæti og Bergrún Elva Eysteinsdóttir í 5. sæti.
- Í flokknum "5. þrep -2014 - nýjar í þrepi" var Yelysaveta Maksymachenko í 1. sæti með einkunnina 57.100, en þess má geta að til þess að ná þrepinu þurfa keppendur að vera með einkunnina 56.000.
- Í flokknum "5. þrep - hafa keppt á FSÍ móti" var Arna Sif Adolfsdóttir í 2. sæti með einkunnina 56.200 sem er einnig nóg til þess að ná þrepi.
- Í flokknum "4. þrep - nýjar í þrepi" var Snædís Lind Davíðsdóttir að keppa í fyrsta skipti í 4. þrepi og stóð hún sig það vel að hún lenti í 1. sæti og vel yfir þeirri einkunn að ná þrepinu.
- Í flokknum "4. þrep - hafa keppt á FSÍ móti" var Ester Valberg í 4. sæti og Vigdís Ylfa í 5. sæti.
Frábær árangur hjá þessum flottu stelpum, áhaldafimleikadeildin okkar er loksins að vaxa að nýju og erum við spennt fyrir framtíðinni.